„Ísland er stjarnfræðilega dýrt land“

„Mér hefur alla tíð liðið nokkuð vel í Svíþjóð, að undanskildum fyrstu árunum,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, í Dagmálum.

Vésteinn, sem er 63 ára gamall, var ráðinn afreksstjóri ÍSÍ í janúar á síðasta ári eftir afar farsælan feril í íþróttum, fyrst sem kringlukastari og síðar sem afreksþjálfari.

Aðlagaðist þjóðfélaginu

Vésteinn flutti til Svíþjóðar eftir að hann lauk háskólanámi í Bandaríkjunum en eiginkona hans er sænsk.

„Það var ákveðið menningarsjokk að koma til Svíþjóðar, sem var í sósíaldemókratískt land á þeim tíma, eftir að hafa búið í Suðurríkjum Bandaríkjanna,“ sagði Vésteinn.

„Ég aðlagaðist þjóðfélaginu svo og hef búið miklu lengur í Svíþjóð en á Íslandi. Ég segi ekki að það hafi verið erfitt fyrir mig að koma heim í fyrra en það var ævintýri eftir að hafa búið svona lengi erlendis.

Manni er dálítið kalt jú, og Ísland er stjarnfræðilega dýrt land líka,“ sagði Vésteinn meðal annars.

Viðtalið við Véstein í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Vésteinn Hafsteinsson.
Vésteinn Hafsteinsson. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert