KA meistari meistaranna

KA er meistari meistaranna.
KA er meistari meistaranna. Eyþór Árnason

KA er meistari meistaranna í blaki í kvennaflokki eftir sigur á Aftureldingu, 3:2, í miklum spennuleik í meistarakeppni BLÍ í Varmá í Mosfellsbæ. 

KA, sem er ríkjandi Íslandsmeistari, vann fyrstu hrinuna 25:9. Bikarmeistarar Aftureldingar jöfnuðu í 1:1 með 25:20-sigri í annarri hrinu og komust síðan yfir með 25:18-sigri í þriðju hrinu.

KA neitaði að gefast upp, jafnaði í 2:2 með 25:9-sigri í þriðju hrinu og tryggði sér síðan sigurinn með 15:8-sigri í fimmtu og oddahrinunni.

Julia Carreras skoraði 24 stig fyrir KA. Tinna Rut Þórarinsdóttir og Valdís Unnur Einarsdóttir skorðu 11 hvor fyrir Aftureldingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert