Vill sjá breytingar hjá karlalandsliðinu og HSÍ

„Handboltalandsliðið, landsliðsþjálfarinn og HSÍ þurfa að vera tilbúnir í breytingar,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, í Dagmálum.

Vésteinn, sem er 63 ára gamall, var ráðinn afreksstjóri ÍSÍ í janúar á síðasta ári eftir afar farsælan feril í íþróttum, fyrst sem kringlukastari og síðar sem afreksþjálfari.

Þarf að huga að andlega þættinum

Íslenska karlalandsliðinu í handknattleik hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel á undanförnum stórmótum.

„Við getum ekki haldið áfram að mæta á stórmót þar sem ellefta eða tólfta sætið er niðurstaðan,“ sagði Vésteinn.

„Við þurfum að huga að andlega og líkamlega þættinum og það er verið að gera það núna,“ sagði Vésteinn meðal annars.

Viðtalið við Véstein í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Snorri Steinn Guðjónsson fer yfir málin með leikmönnum sínum á …
Snorri Steinn Guðjónsson fer yfir málin með leikmönnum sínum á EM 2024 í Þýskalandi. AFP/Ina Fassbender
Vésteinn Hafsteinsson.
Vésteinn Hafsteinsson. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka