Cora Schumacher, fyrrverandi eiginkona Formúlu 1-ökuþórsins Ralfs Schumacher, ætlar ekki að breyta eftirnafninu sínu þrátt fyrir að þau séu skilin.
Cora og Ralf giftu sig árið 2001 en hann kom nýlega út úr skápnum og er í sambandi með Frakkanum Étienne.
„Ég ætlaði fyrst að skipta um nafn, en nei. Cora Schumacher er mitt vörumerki og ég hef byggt upp ferilinn minn með þessu nafni.
Ég hef gengið í gegnum nóg og ég ætla að halda Schumacher-nafninu,“ skrifaði hún m.a. á Instagram.