Anton og Snæfríður fara á HM

Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee keppa bæði á …
Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee keppa bæði á HM í 25 metra laug. Ljósmynd/ÍSÍ

Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir, fremsta sundfólk landsins, keppir á HM25 sem fram fer í Búdapest 10. - 15. desember á þessu ári.

Í tilkynningu frá Sundsambandi Íslands segir að í byrjun mánaðar hafi legið ljóst fyrir að bæði Anton Sveinn og Snæfríður Sól settu stefnuna á HM25 í desember og hefur stjórn SSÍ tekið þá ákvörðun að forvelja þau á HM25 í ár.

Valið byggist á árangri þeirra á EM25 í Otopeni 2023, EM50 í Belgrad 2024 og Ólympíuleikunum í París í sumar.

Sundsambandið vonast til þess að senda 4-6 keppendur á mótið en endanlegt val á sundfólki kemur í ljós að loknu Íslandsmeistaramótinu sem fram fer í Ásvallalaug 8. - 10. nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka