„Við erum að tala um börnin okkar, unglinga, farsæld og lýðheilsu þeirra,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, í Dagmálum.
Vésteinn, sem er 63 ára gamall, var ráðinn afreksstjóri ÍSÍ í janúar á síðasta ári eftir afar farsælan feril í íþróttum, fyrst sem kringlukastari og síðar sem afreksþjálfari.
Vésteinn segir að íþróttahreyfingin geti leikið lykilhlutverk þegar kemur að forvörnum gegn vopnaburði ungmenna hér á landi.
„Þetta er ekki pólitískt mál,“ sagði Vésteinn.
„Við erum alltaf að tala um að laga eitthvað og núna er vopnaburður unglinga í umræðunni. Þú verður að taka þetta í forvarnarstarfi áður en þetta byrjar.
Hverjir eru betri í því en íþróttahreyfingin? Að sjá til þess að krakkar hreyfi sig í góðum félagsskap. Er til betra forvarnargildi en það?“ sagði Vésteinn meðal annars.
Viðtalið við Véstein í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.