Kolbrún hetjan í Egilshöll

Kolbrún Garðarsdóttir var hetja Fjölnis.
Kolbrún Garðarsdóttir var hetja Fjölnis. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Fjölnir vann sinn annan sigur á leiktíðinni á Íslandsmóti kvenna í íshokkí er liðið lagði SR á heimavelli sínum í Skautahöllinni í Egilshöll í kvöld, 2:1.

Gunnborg Jóhannsdóttir kom meisturunum í SR yfir á 5. mínútu með eina marki fyrstu lotunnar.

Kolbrún Garðarsdóttir jafnaði með eina marki annarrar lotu og skoraði svo sigurmarkið í upphafi þriðju og síðustu lotunnar.

SA og Fjölnir eru með sex stig hvort. SA hefur leikið tvo leiki og Fjölnir þrjá. SR er án stiga eftir þrjá leiki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert