Fjölnir vann sinn annan sigur á leiktíðinni á Íslandsmóti kvenna í íshokkí er liðið lagði SR á heimavelli sínum í Skautahöllinni í Egilshöll í kvöld, 2:1.
Gunnborg Jóhannsdóttir kom meisturunum í SR yfir á 5. mínútu með eina marki fyrstu lotunnar.
Kolbrún Garðarsdóttir jafnaði með eina marki annarrar lotu og skoraði svo sigurmarkið í upphafi þriðju og síðustu lotunnar.
SA og Fjölnir eru með sex stig hvort. SA hefur leikið tvo leiki og Fjölnir þrjá. SR er án stiga eftir þrjá leiki.