Djokovic bíður enn eftir 100. titlinum

Novak Djokovic og Jannik Sinner í gær.
Novak Djokovic og Jannik Sinner í gær. AFP/Hector Retamal

Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic þarf enn að bíða eftir 100. titlinum á einkar farsælum ferli sínum eftir að hann tapaði fyrir Ítalanum Jannik Sinner í úrslitaleik á Opna meistaramótinu í Sjanghaí í Kína í gær.

Sinner, sem er í efsta sæti heimslistans, vann 2:0 eftir að hafa unnið fyrsta sett 7:6 eftir upphækkun og annað sett 6:3.

Djokovic hefur aðeins unnið einn titil á yfirstandandi tímabili en það reyndist vera langþráður og kærkominn ólympíumeistaratitill í París.

Aðeins þrír karlkyns tennisleikarar hafa afrekað það að vinna 100 titla á ferli sínu. Jimmy Connors vann 109 og Roger Federer 103 á sínum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka