Grétar Skúli Gunnarsson hefur verið dæmdur í átta mánaða bann frá þjálfum kraftlyftinga vegna framkomu sinnar á bikarmóti Kraftlyftingasambands Íslands fyrir ári.
Samkvæmt sambandinu veitti hann tveimur aðstoðarmönnum eða þjálfurum högg á mótinu og sýndi aðra ógnandi hegðun. Þá viðhafði hann óviðeigandi ummæli á meðan á mótinu stóð.
Sambandið úrskurðaði Grétar fyrst um sinn í tólf mánaða bann, en dómstóll Íþrótta- og ólympíusambands Íslands stytti bannið um fjóra mánuði. Grétar hefur nú úrskurðað þeim dómi til Áfrýjunardómstóls ÍSÍ.
Samkvæmt upprunalegum úrskurði Kraftlyftingasambandsins veitti Grétar Skúli konu sem var aðstoðarmaður keppenda högg með olnboga í brjóstkassa hennar. Það var einnig kært til lögreglu. Hann veitti síðan öðrum þjálfara annað högg skömmu síðar.
Á meðal óviðeigandi ummæla Grétars, samkvæmt úrskurði Kraftlyftingasambandsins, snerust um typpalykt af ól sem keppendur nota við lyftingar.
Grétar Skúli hafnar öllum ásökununum.