Voru ekki að fara að banka upp á með klósettpappír

„Við fáum ekkert greitt fyrir ferlið og við þurfum sjálfar að borga hluta af ferðinni,“ sagði hópfimleikakonan og Evrópumeistarinn Guðrún Edda Sigurðardóttir í Dagmálum.

Guðrún Edda og Helena Clausen Heiðmundsdóttir voru í kvennaliði Íslands sem varð Evrópumeistari í fjórða sinn í sögunni í Bakú í Aserbaídsjan á dögunum.

Ákvað að henda sér ekki í það

Kvennalandsliðið þurfti meðal annars að selja klósettpappír í aðdraganda Evrópumótsins til þess að fjármagna ferðina.

„Það voru einhverjar sem seldu klósettpappír já,“ sagði Helena.

„Ég ákvað að henda mér ekki í það. Ég var ekki að fara banka upp á hjá fólki, 22 ára, að bjóða þeim klósettpappír,“ sagði Helena meðal annars.

Viðtalið við þær Guðrúnu og Helenu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Guðrún Edda Sigurðardóttir og Helena Clausen Heiðmundsdóttir.
Guðrún Edda Sigurðardóttir og Helena Clausen Heiðmundsdóttir. Ljósmynd/FSÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka