„Smellhitti hann og braut nefið“

Kolbeinn Kristinsson.
Kolbeinn Kristinsson. Ljósmynd/Kolbeinn

Hnefaleikamaðurinn Kolbeinn Kristinsson sigraði Pólverjann Piotr BuBu Cwik af miklu öryggi í bardaga þeirra í gær.

Kolbeinn mun líklega komast upp í efstu fimmtíu sæti heimslistans í þungavigtarflokki eftir sigurinn en niðurstaðan var sigur eftir tæknilegt rothögg í fyrstu lotu.

Ég smellhitti hann með upphöggi um miðja fyrstu lotu og braut á honum nefið, stuttu eftir það reyndi hann að slá eitthvað og sagðist hafa brotið á sér höndina.

Hann þurfti bara eitt högg til að finna að hann vildi ekki vera þarna,“ sagði Kolbeinn um bardagann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert