Hafnaboltamaðurinn Juan Soto mun senn skrifa undir samning við New York Mets sem verður stærsti einstaki samningurinn í íþróttasögunni.
Bandarískir íþróttamiðlar greina frá því að Soto, sem er 26 ára gamall og er frá Dóminíska lýðveldinu, skrifi undir 15 ára samning sem færir honum 765 milljónir bandaríkjadala í laun, sem er jafnvirði 106 milljarða íslenskra króna.
Soto þarf að standast læknisskoðun áður en hann skrifar undir samninginn og fær hann 75 milljónir punda, 10,4 milljarða, í vasann við undirskrift. Kemur Soto á frjálsri sölu frá nágrönnunum í New York Yankees.
Getur samningurinn numið allt að 800 milljónum í bandaríkjadölum, sem nemur 111 milljörðum íslenskra króna.