Skoruðu sjö og fóru á toppinn

Lukas Dinga og félagar í SR eru á toppnum.
Lukas Dinga og félagar í SR eru á toppnum. mbl.is/Hákon

SR-ingar unnu stórsigur á SFH, 7:2, á Íslandsmóti karla í íshokkí í Skautahöllinni í Laugardalnum í kvöld.

SR er á toppi deildarinnar með 19 stig, stigi meira en SA. SFH er á botninum með tíu stig.

Hákon Magnússon, Haukur Karvelsson og Alex Sveinsson komu SR í 3:0 í fyrstu lotu og þeir Axel Orongan og Sölvi Atlason bættu við fjórða og fimmta markinu í annarri lotu.

Egill Þormóðsson lagaði stöðuna fyrir SFH snemma í þriðju lotu en Alex Sveinsson kom SR í 5:1 með sínu öðru marki. Heiðar Kristveigarson minnkaði muninn aftur en SR átti lokaorðið því Kári Arnarsson skoraði sjöunda mark SR undir lokin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert