Akureyringar á toppinn

Unnar Rúnarsson skoraði fyrir SA í kvöld.
Unnar Rúnarsson skoraði fyrir SA í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

SA hafði betur gegn Fjölni, 3:1, á Íslandsmóti karla í íshokkí í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld. Með sigrinum fór SA á toppinn í deildinni.

Þar er liðið með 21 stig eftir tíu leiki en SR er skammt undan með 19 stig eftir tólf leiki. Fjölnir er svo í þriðja sæti með 16 stig eftir að hafa spilað 11 leiki.

Í kvöld var það Unnar Rúnarsson sem braut ísinn fyrir SA í fyrstu lotu. Staðan að henni lokinn var 1:0.

Í annarri lotu jafnaði Viktor Mojzyszek metin fyrir Fjölnir áður en Atli Sveinsson kom heimamönnum í Sa yfir á ný.

Marek Vybostok bætti svo við þriðja marki SA og staðan 3:1 að lokinni annarri lotu.

Ekkert var skorað í þriðju og síðustu lotu og reyndist tveggja marka sigur því niðurstaðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert