Lögreglan í Norðurumbríu á Englandi hefur fundið lík í bænum Alnwick eftir að leit hafði staðið yfir af Tom Voyce, fyrrverandi landsliðsmanni Englands í rúgbí, undanfarna daga.
Voyce hefur verið talinn af eftir að hafa týnst í flóði á meðan stormurinn Darragh reið yfir Bretlandseyjar um síðustu helgi. Síðastliðið laugardagskvöld reyndi hann að fara yfir ána Aln á jeppa sínum en stormurinn hremmdi bifreið hans sem endaði í ánni.
Ekki er búið að bera formlega kennsl á líkið sem fannst en talið er fullvíst að það sé af Voyce. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu hefur fjölskyldu hans hefur verið tilkynnt um líkfundinn.
Hinn 43 ára gamli Voyce lék níu landsleiki fyrir lið Englands frá 2001 til 2006.