Líkið er af landsliðsmanninum fyrrverandi

Tom Voyce.
Tom Voyce. Ljósmynd/Lögreglan í Norðurumbríu

Líkið sem lögreglan í Norðurumbríu á Englandi fann í gær er af Tom Voyce, fyrrverandi landsliðsmanni Englands í rúgbí. Búið er að bera kennsl á lík Voyce, sem var 43 ára gamall.

„Við erum algjörlega í molum og það að segja hjörtu okkar brostin nær ekki utan um hvernig okkur líður,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Önnu Voyce, eiginkonu Toms.

Lögreglan telur að Tom hafi reynt að komast yfir ána Aln á jeppa sínum síðastliðin laugardag þegar stormurinn Darragh gekk yfir Bretlandseyjar. Í óveðrinu endaði jeppinn í ánni en Tom fannst ekki.

Hann var í kjölfarið talinn af og fannst lík Toms svo í bænum Alnwick, þar sem Voyce-fjölskyldan er búsett, í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert