Sóley og Alexander valin best annað árið í röð

Sóley Margrét Jónsdóttir átti frábært ár.
Sóley Margrét Jónsdóttir átti frábært ár. Ljósmynd/KRAFT

Sól­ey Mar­grét Jóns­dótt­ir og Alexander Örn Kárason eru kraftlyftingafólk ársins 2024 að mati Kraft­lyft­inga­sam­bands Íslands.

Sóley Margrét er kraftlyftingakona ársins í fjórða sinn en hún hlaut einnig titilinn 2019, 2020 og 2023. Alexander Örn og Sóley voru einnig valin kraft­lyft­inga­fólk árs­ins í fyrra en það var fyrsta sinn sem Alexander hlaut nafnbótina. Þau eru bæði í Kraftlyftingardeild Breiðabliks.

Sóley kepp­ir í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84kg flokki en hún er 23 ára og að klára sitt síðasta ár í unglingaflokki en hefur keppt í opnum flokki síðastliðin þrjú ár. Hún náði þeim frábæra árangri að verða bæði Evrópumeistari og heimsmeistari á árinu í fullorðinsflokki og bætti heimsmetið í samanlögðum árangri í unglingaflokki.

Helstu afrek Sóleyjar á árinu:
HM á Íslandi í nóvember
Heimsmeistari og gullverðlaun í samanlögðum árangri – 710 kg. Heimsmet unglinga.
Gullverðlaun í hnébeygju – 282.5 kg.
Silfurverðlaun í bekkpressu – 200 kg.
Silfurverðlaun í réttstöðulyftu – 227.5 kg.

EM í Lúxemborg í maí
Evrópumeistari og gull í samanlögðum árangri – 677.5 kg.
Silfurverðlaun í hnébeygju – 280 kg.
Gullverðlaun í bekkpressu – 192.5 kg.
Silfurverðlaun í réttstöðulyftu – 205 kg.

Stigaárangur og Íslandsmet
Besti stigaárangur íslenskra kvenna á árinu í kraftlyftingum með búnaði – 100.23 IPF GL stig, auk þess sem hún bætti sín eigin Íslandsmet í öllum greinum.

Kraftlyftingakarl 2024: Alexander Örn Kárason

Alexander Örn er 26 ára og keppir í klassískum kraftlyftingum í –93 kg flokki. Alexander náði mjög góðum árangri á EM í klassískum kraftlyftingum þar sem hann hafnaði í 5. sæti og blandaði sér í baráttuna um verðlaun í bekkpressu.

https://www.mbl.is/sport/frettir/2024/03/18/fimmta_saeti_a_em_i_kroatiu/

Helstu afrek Alexanders á árinu:
EM
 í Króatíu í mars
Fimmta sæti – 777.5 kg.

HM í Litháen í júní
19. sæti – 755 kg.

Stigaárangur og Íslandsmet
Hæsti stigaárangur íslenskra karla frá upphafi í klassískum kraftlyftingum – 102.41 IPF GL stig, auk þess sem hann bætti öll sín Íslandsmet á árinu.

Alexander Örn Kárason.
Alexander Örn Kárason. Ljósmynd/Kraft
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert