Fjölnir fór upp í toppsæti úrvalsdeildar kvenna í íshokkí með sigri á SR, 5:1, í Skautahöllinni í Egilshöll í kvöld.
Fjölnir er nú með 20 stig, einu stigi meira en SA. SR er á botninum með þrjú stig.
Gunnborg Jóhannsdóttir kom SR yfir á 8. mínútu en Hilma Bergsdóttir jafnaði skömmu síðar og var staðan eftir fyrstu lotu 1:1.
Elísa Dís Sigfinnsdóttir skoraði tvö mörk í annarri lotu og Kolbrún Garðarsdóttir eitt og var staðan fyrir fjórðu og síðustu lotuna 4:1.
Berglind Leifsdóttir bætti við fimmta marki Fjölnis í lokalotunni og þar við sat.