Birnir Vagn Finnsson frá UFA varð Íslandsmeistari í sjöþraut í dag en Meistaramót Íslands í fjölþrautum fór fram í Laugardalshöllinni um helgina.
Birnir fékk 4.343 stig en hann vann fimm greinar af sjö. Ísak Óli Traustason hafnaði í öðru sæti og fékk 3.700 stig en hann náði ekki að ljúka öllum greinum.
Fjóla Signý Hannesdóttir frá Selfossi varð Íslandsmeistari í fimmtarþraut í gær en hún fékk 2.740 stig.