Sigríður Andersen, þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, átti ekki beint sinn dag á Evrópumóti öldunga í kraftlyftingum í Frakklandi í gær.
Þrjár af lyftum Sigríðar, sem er Íslandsmeistari í klassískri bekkpressu í -69 kg flokki M2 50-60 ára, voru dæmdar ógildar.
„Þrátt fyrir góðar framfarir var þetta því miður stöngin út dagur í dag,“ stendur á Instagram-síðu Kraftfélagsins.
Í hnébeygju tók hún tvær gildar lyftur, 102,5 kíló og síðan 107,5 kíló í þriðju umferð, sem er nýtt persónulegt met, eftir að önnur lyftan var dæmd ógild.
Í bekkpressu lyfti hún 62,5 kílóum en seinni tvær lyfturnar voru dæmdar ógildar vegna tæknilegra mistaka.
Í réttstöðu byrjaði hún á 110 kílóum en hækkaði síðan í 117,5 kíló sem reyndist of mikið.
Aftur á móti skilaði þetta henni nýju persónulegu meti í hnébeygju, bekkpressu og í samanlögðu.