Norðmaðurinn sló tvö heimsmet

Jakob Ingebrigtsen fagnar heimsmeti í gær.
Jakob Ingebrigtsen fagnar heimsmeti í gær. AFP/Denis Charlet

Norski hlauparinn Jakob Ingebrigtsen gerði sér lítið fyrir og sló tvö heimsmet á móti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins í Liévin í Frakklandi í gær.

Ekki nóg með það þá gerði Ingebrigtsen það með afar sannfærandi hætti. Hann hljóp mílu, 1,6 kílómetra, á tímanum 3:45,14 og bætti þar með heimsmet Yared Nuguse um eina og hálfa sekúndu.

Ingebrigtsen sló einnig heimsmetið í 1.500 metra hlaupi er hann hljóp á 3:29,63 mínútum. Sló Ingebrigtsen þar með eigið heimsmet frá því fyrir þremur árum um tæpa eina sekúndu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert