Landsliðsmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson var stórgóður í sigri Kadetten Schaffhausen gegn Kriens, 34:26, í efstu deild svissneska handboltans í dag.
Óðinn gerði sér lítið fyrir og skoraði átta mörk úr átta skotum í dag.
Kadetten er áfram á toppnum með 39 stig, níu stigum á undan Kriens í öðru sætinu.