Sá besti fer í þriggja mánaða bann

Jannik Sinner fer í þriggja mánaða keppnisbann.
Jannik Sinner fer í þriggja mánaða keppnisbann. AFP/David Gray

Jannik Sinner sem er í fyrsta sæti á heimslista karla í tennis er kominn í þriggja mánaða keppnisbann en hann féll á tveimur lyfjaprófum árið 2024.

Hann fer í keppnisbann frá 9. febrúar til 4. maí og næsta risamót sem hann getur tekið þátt á er Opna franska mótið sem hefst 25. maí.

Sinner vann Opna ástralska mótið í síðasta mánuði en hann féll á lyfjaprófi í mars 2024 áður en Alþjóðleg siðanefnd í tenn­is, ITIA, komst að þeirri niður­stöðu að ólög­lega efnið hefði borist óvart í blóðrás Sinners eft­ir meðhöndl­un sjúkraþjálf­ara sem hann svo rak.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert