Jannik Sinner sem er í fyrsta sæti á heimslista karla í tennis er kominn í þriggja mánaða keppnisbann en hann féll á tveimur lyfjaprófum árið 2024.
Hann fer í keppnisbann frá 9. febrúar til 4. maí og næsta risamót sem hann getur tekið þátt á er Opna franska mótið sem hefst 25. maí.
Sinner vann Opna ástralska mótið í síðasta mánuði en hann féll á lyfjaprófi í mars 2024 áður en Alþjóðleg siðanefnd í tennis, ITIA, komst að þeirri niðurstöðu að ólöglega efnið hefði borist óvart í blóðrás Sinners eftir meðhöndlun sjúkraþjálfara sem hann svo rak.