Real Sociedad tapaði 3:0 gegn Real Betis í 1. deild karla á Spáni í fótbolta og tvö rauð spjöld fóru á loft í leiknum.
Igor Zubeldia var fyrri leikmaður Sociedad til þess að fá beint rautt spjald en það tók hann aðeins 20 mínútur að vera rekinn af velli.
Antony kom Real Betis yfir á 51. mínútu og Marc Roca skoraði tvö mörk á fimm mínútum sem kom Betis í 3:0.
Á 75. mínútu fékk Sheraldo Becker beint rautt spjald og Sociedad kláraði leikinn tveimur færri.
Orri Steinn Óskarsson, sóknarmaður Sociedad og íslenska landsliðsins, kom ekki við sögu í leiknum.