Jón Erik Sigurðsson og Sturla Snær Snorrason komust ekki áfram í svigi á HM í alpagreinum í Austurríki í morgun.
Jón Erik, sem er tvítugur, fór í gegnum tvö tímatökuhlið áður en hann rakst í eitt hlið, datt og féll úr leik.
Sturla Snær, sem er á sínu fimmta HM, komst í gegnum þrjú hlið á góðum tíma áður en hann datt eftir mistök og féll því einnig úr leik.
Sturla og Jón Erik komust báðir í aðalkeppnina í svigi og stórsigri og er það í fyrsta skipti sem tveir íslenskir skíðamenn afreka það á sama heimsmeistaramóti.