Teymi pólsku tenniskonunnar Igu Swiatek hefur greint frá því að karlmaður sem hefur sent henni ljót skilaboð á samfélagsmiðlum hafi mætt á æfingu hjá henni í Miami á laugardag og hrópað að henni ókvæðisorð.
Lét hann móðgandi orð um fjölskyldu Swiatek falla og lét öllum illum látum.
„Atvikið í Miami virðist vera bein þróun frá ókvæðisorðum á netinu yfir í áreitni í raunheimum. Hann var árásargjarn og hæðinn,“ sagði talsmaður Swiatek við breska ríkisútvarpið.
Atvikið var strax tilkynnt til skipuleggjenda Miami Open, þar sem hún tekur þátt um þessar mundir.