Körfuknattleiksmaðurinn Sigmar Hákonarson leikur sinn síðasta leik fyrir uppeldisfélagið Hött er liðið leikur heimaleik við Álftanes í lokaumferð úrvalsdeildarinnar annað kvöld.
Höttur er falinn úr úrvalsdeildinni og verður þetta því einnig síðasti leikur Hattar í efstu deild í bili.
Sigmar er 32 ára. Hann lék fyrstu meistaraflokksleiki sína með Hetti árið 2011 og er leikjahæsti leikmaður félagsins frá upphafi.
Félagið þakkar honum fyrir sitt framlag í yfirlýsingu í dag og hvetur stuðningsmenn til að missa ekki af síðasta leik Sigmars fyrir Hött.