Keppir loksins aftur á Íslandi

Guðlaug Edda Hannesdóttir í þríþrautinni á Ólympíuleikunum í París.
Guðlaug Edda Hannesdóttir í þríþrautinni á Ólympíuleikunum í París. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ólympíufarinn Guðlaug Edda Hannesdóttir keppir á Íslandi í fyrsta sinn frá árinu 2021 þegar Kópavogsþríþraut Breiðabliks fer fram í Kópavogslaug og nágrenni á sunnudagsmorguninn.

Edda verður í hópi nálægt 100 keppenda í öllum aldursflokkum, frá 14 til 68 ára. Ræst verður Kópavogslaug kl. 8.35 og syntir 400 metrar en síðan eru 10 km hjólreiðar og 3,6 km hlaup. Þetta er fyrsta mótið af sex í bikarmótaseríu Þríþrautarsambands Íslands.

Edda var fyrsti keppandi Íslands í þríþraut á Ólympíuleikum þegar leikarnir fóru fram í París á síðasta ári.

Sigurður Örn Ragnarsson og Kristín Laufey Steinadóttir unnu Kópavogsþríþrautina á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert