Bakgarðshlaupið: Hver hleypur út í nóttina?

Það er lykilatriði að vera vel nærður ef þú ætlar …
Það er lykilatriði að vera vel nærður ef þú ætlar að hlaupa í heilan sólarhring, hvað þá tvo. mbl.is/Birta

Bakgarðshlaupið er í fullum gangi í Öskjuhlíðinni. Klukkan níu í morgun lögðu 203 hlauparar af stað en nú eru færri en hundrað manns eftir. Einhverjir þeirra munu halda áfram inn í nóttina.

Bakgarðshlaupið hófst í Öskjuhlíð klukkan 9 í morgun og hafa …
Bakgarðshlaupið hófst í Öskjuhlíð klukkan 9 í morgun og hafa þátttakendur nú hlaupið um 75 kílómetra. mbl.is/Birta

Kepp­end­ur hlaupa 6,7 kíló­metra hring eins oft og þeir geta og fá klukku­tíma að til að klára hringinn hverju sinni. Hver hring­ur byrj­ar á heila tím­an­um og þurfa kepp­end­ur að vera komn­ir í rás­hólfið og hlaupa af stað þegar bjall­an hring­ir á næsta heila tíma, ann­ars eru þeir dæmd­ir úr keppni.

Frá Bakgarðshlaupinu.
Frá Bakgarðshlaupinu. mbl.is/Birta

Keppnin er nú á 12. hringnum og skipuleggjendur hlaupsins greina frá því á Facebook að næsta stóra skref sé á miðnætti þegar eftirstandandi keppendur hafa náð 100km vegalengd.

Hlauparar fá klukkustund í að hlaupa 6,7 kílómetra hring og …
Hlauparar fá klukkustund í að hlaupa 6,7 kílómetra hring og fá að nýta afgangstíma í hvíld. Svo leggja þeir af stað í næsta hring. mbl.is/Birta

Íslandsmetið stendur nú í 62 hringjum (415 km) en heimsmet er 116 hringir (777 km). Sigurvegarinn fær bíl í verðlaun, Kia Ev3, ef honum tekst að hlaupa drægni hans, sem er 605 kílómetrar (91 hringur). Sá myndi samt þurfa að hlaupa í tæplega fjóra sólarhringa.

Veðrið getur varla leikið betur við bakgarðshlaupara.
Veðrið getur varla leikið betur við bakgarðshlaupara. mbl.is/Birta
Bakgarðshlauparar klára hring.
Bakgarðshlauparar klára hring. mbl.is/Birta
Bakgarðshlaupið er í fullum gangi.
Bakgarðshlaupið er í fullum gangi. mbl.is/Birta
Frá Bakgarðshlaupinu í dag.
Frá Bakgarðshlaupinu í dag. mbl.is/Birta
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert