Bakgarðshlaupið: Átta hlauparar enn að

Stuð og stemning hjá hlaupurum í Bakgarðshlaupinu.
Stuð og stemning hjá hlaupurum í Bakgarðshlaupinu. Ljósmynd/Guðmundur Freyr

Átta hlauparar eru enn í brautinni í Bakgarðshlaupinu sem hófst í Öskjuhlíð í gærmorgun og hafa þeir lokið 31 hring. Keppendur hlaupa 6,7 kíló­metra hring eins oft og þeir geta og fá klukku­tíma að til að klára hring­inn hverju sinni. 

„Það eru átta hlauparar í brautinni og eru að klára hring númer 31 sem er algjört met í svona almenningskeppni,“ segir Elísabet Margeirsdóttir, hlaupahaldari hjá Náttúruhlaupum. 

Elísabet Margeirsdóttir, hlaupahaldari hjá Náttúruhlaupum.
Elísabet Margeirsdóttir, hlaupahaldari hjá Náttúruhlaupum. Ljósmynd/Guðmundur Freyr

Elísabet býst við hlaupinu ljúki ekki fyrr en á morgun en 203 hlauparar lögðu af stað klukkan 9 í gærmorgun.

„Í fyrra voru þrír hlauparar enn á ferðinni á sama tímapunkti en nú eru þeir átta. Þetta endaði í 50 hringjum í fyrra og við getum alveg búist við því að þeir verði fleiri nú en þá,“ segir hún.

Hlaup­ar­ar fá klukku­stund í að hlaupa 6,7 kíló­metra hring og …
Hlaup­ar­ar fá klukku­stund í að hlaupa 6,7 kíló­metra hring og fá að nýta af­gangs­tíma í hvíld. Svo leggja þeir af stað í næsta hring. Ljósmynd/Guðmundur Freyr

Hún segir að aðstæður sé fullkomnar í Öskjuhlíðinni er hver hringur byrjar á heila tímanum og þurfa keppendur að vera komnir í ráshólfið og hlaupa af stað þegar bjallan hringir á næsta heila tímanum, annars eru þeir dæmdir úr keppni.

Íslandsmetið í Bakgarðshlaupi er 62 hringir en Þorleifur Þorleifsson setti það í Elliðaárdalnum í október síðastliðnum.

Aðstæður eru fullkomnar í Öskjuhlíðinni.
Aðstæður eru fullkomnar í Öskjuhlíðinni. Ljósmynd/Guðmundur Freyr
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert