Kristinn Gunnar hafði betur gegn Mari

Yfir 200 keppendur tóku þátt í hlaupinu.
Yfir 200 keppendur tóku þátt í hlaupinu. mbl.is/Birta

Kristinn Gunnar Kristinsson var hlutskarpastur í Bakgarðshlaupinu, sem lauk í Öskjuhlíð í nótt.

Kristinn Gunnar og Mari Järsk voru tvö eftir þegar þau lögðu af stað í 43. hring en Mari tókst ekki að ljúka hringnum og Kristinn var því sigurvegari hlaupsins í ár.

Íslandsmetið í bakgarðshlaupum er 62 hringir en Þor­leif­ur Þor­leifs­son setti metið í Elliðaár­daln­um í októ­ber.

Kristinn reyndi ekki við Kiuna

Þórdís Ólöf Jónsdóttir varð þriðja en hún hljóp 41 hring og Sylwester Kalucki varð fjórði en hann hljóp 40 hringi.

Sig­ur­veg­ar­i hlaupsins hefði fengið bíl í verðlaun, Kia Ev3, ef hon­um hefði tekist að hlaupa drægni hans, sem er 605 kíló­metr­ar eða 91 hring­ur.

Sá hefði þurft að hlaupa í tæp­lega fjóra sól­ar­hringa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert