Kristinn Gunnar Kristinsson var hlutskarpastur í Bakgarðshlaupinu, sem lauk í Öskjuhlíð í nótt.
Kristinn Gunnar og Mari Järsk voru tvö eftir þegar þau lögðu af stað í 43. hring en Mari tókst ekki að ljúka hringnum og Kristinn var því sigurvegari hlaupsins í ár.
Íslandsmetið í bakgarðshlaupum er 62 hringir en Þorleifur Þorleifsson setti metið í Elliðaárdalnum í október.
Þórdís Ólöf Jónsdóttir varð þriðja en hún hljóp 41 hring og Sylwester Kalucki varð fjórði en hann hljóp 40 hringi.
Sigurvegari hlaupsins hefði fengið bíl í verðlaun, Kia Ev3, ef honum hefði tekist að hlaupa drægni hans, sem er 605 kílómetrar eða 91 hringur.
Sá hefði þurft að hlaupa í tæplega fjóra sólarhringa.