Sóttu sex verðlaun til Danmerkur

Viktor Kristmundsson, Helena Bjarnadóttir og Eyja Viborg með verðlaun sín …
Viktor Kristmundsson, Helena Bjarnadóttir og Eyja Viborg með verðlaun sín ásamt Zaza Simonishvili landsliðsþjálfara. Ljósmynd/JSÍ

Íslenskir keppendur hrepptu þrenn gullverðlaun, ein silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun á Norðurlandamótinu í júdó sem fram fór í Danmörku um helgina.

Eyja Viborg sigraði örugglega í -52 kg flokki stúlkna U18 ára.

Viktor Kristmundsson sigraði örugglega í +90 kg flokki drengja U18 ára.

Landsliðsþjálfarinn Zaza Simonishvili keppti síðan í -73 kg flokki 30 ára og eldri og vann þar alla fimm andstæðinga sína á sannfærandi hátt.

Zaza Simonishvili landsliðsþjálfari fyrir miðju með gullverðlaunin í flokki 30 …
Zaza Simonishvili landsliðsþjálfari fyrir miðju með gullverðlaunin í flokki 30 ára og eldri. Ljósmynd/JSÍ

Arnar Arnarsson fékk silfurverðlaunin í -100 kg flokki U21 árs karla.

Helena Bjarnadóttir fékk bronsverðlaun í -70 kg flokki U18 stúlkna.

Kjartan Hreiðarsson fékk bronsverðlaun í +100 kg flokki karla.

Kjartan fetaði þar í fótspor langafa síns, Svavars Carlsens, sem varð á sínum tíma Norðurlandameistari í +100 kg flokki karla.

Kjartan Hreiðarsson, til hægri, með bronsverðlaunin.
Kjartan Hreiðarsson, til hægri, með bronsverðlaunin. Ljósmynd/JSÍ

Þormóður Jónsson, einn fremsti júdómaður Íslandssögunnar, var skráður til keppni í +100 kg flokki 30 ára og eldri en enginn annar tilkynnti þátttöku í þeim flokki þannig að ekkert varð af endurkomu hans.

Ísland mætti með fjölmennt lið til leiks á mótið og keppendur í öllum aldursflokkum. Fyrir utan eldri flokkinn voru allir íslensku keppendurnir á aldrinum 15 til 22 ára.

Arnar Arnarsson, til vinstri, með silfurverðlaunin.
Arnar Arnarsson, til vinstri, með silfurverðlaunin. Ljósmynd/JSÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert