Djokovic og Murray slíta samstarfinu

Novak Djokovic og Andy Murray.
Novak Djokovic og Andy Murray. AFP/William West

Leiðir serbneska tennisleikarans Novak Djokovic og Skotans Andy Murray hafa skilið eftir hálfs árs samstarf. Murray hafði verið þjálfari Djokovic frá því í nóvember síðastliðnum.

Í tilkynningu frá þeim félögum segir að um sameiginlega ákvörðun hafi verið að ræða.

„Takk Andy þjálfari fyrir alla vinnuna, fjörið og stuðninginn innan og utan vallar undanfarna sex mánuði. Ég naut þess mjög að treysta vináttubönd okkar,“ sagði Djokovic í tilkynningunni.

„Ég þakka Novak fyrir þetta ótrúlega tækifæri til að vinna saman og ég vil þakka teyminu hans fyrir þeirra miklu vinnu undanfarna sex mánuði. Ég óska Novak alls hins besta það sem eftir lifir tímabils,“ sagði Murray.

Skotinn lagði tennisspaðann á hilluna í ágúst síðastliðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert