Dæmdur fyrir að bana eiginkonu sinni

Rohan Dennis og Melissa Hoskins.
Rohan Dennis og Melissa Hoskins. AFP/Miguel Medina og Brenton Edwards

Rohan Dennis, fyrrverandi heimsmeistari í hjólreiðum, var í gær dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að bana eiginkonu sinni Melissu Hoskins, sem var ólympíufari í hjólreiðum líkt og Dennis.

Dennis játaði sök í einum ákæruliði sem laut að því að tefla lífi Hoskins í hættu. Dennis ók bifreið sinni og hæfði Hoskins á meðan rifrildi stóð á milli hjónanna fyrir utan heimili þeirra í Adelaide í Ástralíu þann 30. desember 2023.

Lést hún af sárum sínum á sjúkrahúsi degi síðar, aðeins 32 ára að aldri. Við dómsuppkvaðningu sagði dómarinn Ian Press að Dennis hefði virt öryggi Hoskins að vettugi en bæri ekki ábyrgð á dauða hennar með saknæmum hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert