Eyjamenn síðastir í UMFÍ

Fulltrúar ÍBV, UMFÍ og ÍBV eftir ársþingið í Vestmannaeyjum.
Fulltrúar ÍBV, UMFÍ og ÍBV eftir ársþingið í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/UMFÍ

Íþróttabandalag Vestmannaeyja, ÍBV, er orðinn aðili að Ungmennafélagi Íslands, UMFÍ, en aðild bandalagsins að hreyfingunni markar tímamót í sögu UMFÍ.

Aðild að UMFÍ var samþykkt á ársþingi ÍBV fyrr í vikunni.

Þar með eru öll íþróttafélög landsins, tæplega 500 talsins, orðin aðildarfélög UMFÍ í gegnum íþróttahéruð landsins, héraðssambönd, íþróttabandalög og ungmennasambönd um allt land. Þetta er í fyrsta sinn í íþróttasögu landsins sem það gerist.

Alls eru fjórtán íþróttafélög í Vestmannaeyjum aðilar að ÍBV.

Sex ár eru síðan sex íþróttabandalög fengu aðild að UMFÍ en það voru ÍA á Akranesi, ÍBA á Akureyri, ÍBR í Reykjavík, ÍS á Suðurnesjum, ÍBH í Hafnarfirði og ÍRB í Reykjanesbæ.

Nánar er fjallað um þetta á vef UMFÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert