Gunnar aftur í búrið í sumar

Gunnar Nelson berst við Neil Magny í sumar.
Gunnar Nelson berst við Neil Magny í sumar. Ljósmynd/Snorri Björns

Gunnar Nelson keppir við Bandaríkjamanninn Neil Magny í blönduðum bardagalistum á UFC 318 í New Orleans 19. júlí næstkomandi.

Gunnar keppti síðast í mars er hann tapaði fyrir Kevin Holland í sínum fyrsta bardaga í tvö ár. Er þetta í fyrsta skipti síðan árið 2019 sem Gunnar keppir tvisvar á sama ári.

Fær Gunnar verðugt verkefni í júlí, því Magny er með flesta sigra í sögu veltivigtarinnar í UFC. Hann hefur unnið 29 af 42 bardögum sínum en tapað þremur af síðustu fjórum. Gunnar er með 19 sigra í 26 bardögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert