Vann Evrópubikarmót í Sviss

Jón Þór Sigurðsson vann góðan sigur í dag.
Jón Þór Sigurðsson vann góðan sigur í dag. Ljósmynd/STÍ

Riffilskyttan Jón Þór Sigurðsson vann í dag sinn fyrsta sigur í 300 metra skotfimi liggjandi á móti á Evrópubikarmótaröðinni í Sviss.

Hann jafnaði Íslandsmet sitt sem er 596 stig (33x) (99-100-99-100-100-98). Fyrra metið setti hann á sama móti á sama stað fyrir tveimur árum síðar.

Pascal Bachman frá Sviss varð annar með 595 stig og Klaust Gstinig frá Austurríki varð þriðji með 595 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert