Ísland vann þrenn gullverðlaun á Norðurlandamótinu í boccia sem fram fór í Laugardalshöllinni um helgina.
Ingi Björn Þorsteinsson varð tvöfaldur Norðurlandameistari en hann sigraði í flokki 2 eftir að hafa lagt Tulju Sinisalo frá Finnlandi að velli í úrslitaleiknum, 6:1.
Ingi varð einnig meistari í parakeppni þar sem hann og Hlynur Steingrímsson, liðsfélagi hans úr ÍFR, stóðu uppi sem sigurvegarar.
Þriðja titilinn vann svo Kolbeinn Skagfjörð úr Akri en hann varð Norðurlandameistari í parakeppni með finnskum keppanda.