Snýr aftur í hringinn 46 ára

Manny Pacquaio þakkar stuðninginn eftir síðasta bardaga sinn í september …
Manny Pacquaio þakkar stuðninginn eftir síðasta bardaga sinn í september árið 2021. AFP

Hnefaleikakappinn Manny Pacquaio hefur tilkynnt að hann hyggist snúa aftur í hringinn, tæpum fjórum árum eftir síðasta bardaga sinn. Pacquaio er 46 ára gamall.

„Ég er mættur aftur. Skrifum söguna,“ skrifaði hann á samfélagsmiðlum.

Pacquaio berst við Mario Barrios, WBC heimsmeistarann í veltivigt, þann 19. júlí næstkomandi í Las Vegas í Bandaríkjunum.

Filippseyingurinn er elsti heimsmeistarinn í sögu veltivigtar, en Pacquaio var fertugur þegar hann vann WBA heimsmeistaratitilinn með því að hafa betur gegn Keit Thurman árið 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert