Lewis Hamilton byrjar ekki fjórði í Formúlu 1-kappakstrinum í Mónakó á morgun vegna refsingar.
Hamilton fór fyrir hollenska ökumanninum Max Verstappen sem keyrir fyrir Red Bull í dag og fær fyrir það refsingu. Hann byrjar þremur sætum aftar en hann átti að gera.
The moment that caused Lewis Hamilton to be handed a three-place grid penalty 😮#F1 #MonacoGP pic.twitter.com/ciUawygAX5
— Formula 1 (@F1) May 24, 2025
Verstappen byrjar því fjórði og liðsfélagi hans Isack Hadjar byrjar fimmti. Fernando Alonso, ökumaður Aston Martin, byrjar sjötti.
Hann er sá þriðji til að fá refsingu eftir tímatökuna í dag en Ollie Bearman byrjar tíu sætum neðar en hann átti að gera og Lance Stroll fékk refsingu fyrir árekstur við Charles Leclerc.
Fimm ökumenn náðu ekki að klára tímatökuna í dag en það voru Gabriel Bortoleto, Oliver Bearman, Pierre Gasly, Lance Stroll og Franco Colapinto.
Antonelli taps the barriers at the Nouvelle Chicane 💥
— Formula 1 (@F1) May 24, 2025
Watch all the best action from an enthralling qualifying session 🎥#F1 #MonacoGP