Kraftlyftingarkonan Kristrún Sveinsdóttir átti viðburðarríka síðustu viku en hún gerði sér lítið fyrir og lyfti samtals 357,5 kg á heimsmeistaramótinu í Chemnitz í Þýskalandi.
Kristrún keppti í -52 kg flokki á mótinu og lyfti 132,5 kg í hnébeygju, 80 kg í bekkpressu og 145 kg í réttstöðulyftu. Hún hafnaði í 17. sæti á HM í -52 kg flokknum .
Áður en hún flaug út til Þýskalands skrifaði hún undir læknaeiðinn en hún mun útskrifast úr læknisfræði frá Háskóla Íslands um helgina.