Handtekinn grunaður um heimilisofbeldi

Jimmie Ward eftir handtökuna.
Jimmie Ward eftir handtökuna. Ljósmynd/Montgomery County Jail

Jimmie Ward, leikmaður Houston Texans í NFL-deildinni í ruðningi, var handtekinn í gærmorgun grunaður um gróft heimilisofbeldi.

Ward, sem er 33 ára gamall, var handtekinn um klukkan 5.30 um morguninn að staðartíma á heimili sínu í Texasríki samkvæmt dagblaðinu Houston Chronicle.

Hann er sakaður um að hafa reynt að kyrkja unnustu sína og var færður í handjárn. Er hann í gæsluvarðhaldi án möguleika á lausn gegn tryggingu.

Omar Majzoub, yfirmaður samskiptasviðs Houston Texans, segir í yfirlýsingu að félaginu sé kunnugt um handtökuna á Ward, það sé að afla sér frekari upplýsingu og muni ekki tjá sig frekar að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert