Frjálsíþróttakonan efnilega Ísold Sævarsdóttir er í baráttu um Norðurlandameistaratitilinn í sjöþraut U20 ára kvenna eftir fyrri dag mótsins í Gautaborg í Svíþjóð.
Hún er með 3.157 stig eftir fjórar greinar af sjö en Enni Virjonen frá Finnlandi er með forystuna, 3.543 stig. Þriðja er Sunniva Indahl frá Noregi með 3.078 stig.
Ísold hljóp 100 metra grindahlaup á 14,64 sekúndum, stökk 1,61 metra í hástökki, kastaði kúlu 11,48 metra og hljóp 200 metra á 24,93 sekúndum. Hún náði sínum besta árangri í 200 metra hlaupinu og hljóp þar í fyrsta skipti undir 25 sekúndum.
Ísold varð Norðurlandameistari í flokki U18 ára fyrir tveimur árum.
Hjálmar Vilhelm Rúnarsson er fjórði eftir fyrri fimm greinarnar í tugþraut U18 ára karla með 3.526 stig.
María Helga Högnadóttir er áttunda í sjöþraut kvenna með 3.264 stig eftir fyrri daginn og Júlía Kristín Jóhannesdóttir er í níunda sæti með 3.238 stig.