Sigruðu Færeyinga í Lúxemborg

Íslensku landsliðskonurnar unnu báða leiki sína í Lúxemborg í þessari …
Íslensku landsliðskonurnar unnu báða leiki sína í Lúxemborg í þessari umferð Evrópudeildarinnar. mbl.is/Eyþór Árnason

Ísland vann nokkuð öruggan sigur á Færeyjum, 3:0, í Evrópukeppni kvenna í blaki þegar þjóðirnar mættust í Lúxemborg í kvöld.

Íslenska liðið vann hrinurnar 25:19, 25:18 og 25:18 og hefur nú unnið þrjá af sex leikjum sínum í Silfurdeild Evrópumótsins. Þar er liðið í sjötta sæti af níu liðum. Færeyska liðið hefur tapað öllum fimm leikjum sínum og er neðst.

Heba Sól Stefánsdóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu með 12 stig og Tinna Rut Þórarinsdóttir var með 9. Hjá Færeyingum var Anja Sonnedóttir Danielsen efst með 9 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert