Heiðraðir fyrir 100 landsleiki

Kristján Valdimarsson og Hafsteinn Valdimarsson.
Kristján Valdimarsson og Hafsteinn Valdimarsson. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Tvíburabræðurnir Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir fengu gullmerki Blaksambands Íslands í dag fyrir að hafa spilað 100 landsleiki.

Bræðurnir voru heiðraðir fyrir leik Íslands gegn Svíþjóð í Evrópudeild karla í blaki sem fór fram í Digranesi í dag.

Leikurinn endaði 3:0 fyrir Svíþjóð. Fyrsta hrina endaði 25:7, önnur 25:11 og þriðja 25:17. Valens Torfi Ingimundarson var stigahæstur fyrir íslenska liðið með tíu stig.

Atli Fannar Pétursson að taka á móti boltanum í dag.
Atli Fannar Pétursson að taka á móti boltanum í dag. Ólafur Árdal

Næsti leikur liðsins er gegn Ungverjalandi næstkomandi föstudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert