Fær 15 daga dóm fyrir ofbeldi gegn dóttur sinni

Teikning af föðurnum Gjert Ingebrigtsen.
Teikning af föðurnum Gjert Ingebrigtsen. AFP/Ane Hem

Gjert Ingebrigtsen, faðir Ingebrigtsen-hlaupasystkinanna og fyrrverandi þjálfari þeirra, hefur verið dæmdur í 15 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi gegn dóttur sinni.

 

Gjert var hins vegar sýknaður af ákæru um ofbeldi gegn syni sínum, Jakob Ingebrigtsen, og sleppur því við fangelsi. Verdens Gang greinir frá þessu í dag.

Mál Ingebrigtsen-fjölskyldunnar hefur vakið gríðarlega athygli í Noregi. Réttarhöld í málinu stóðu yfir frá mars fram í miðjan maí en börn Gjerts báru vitni gegn honum og sögðu frá andlegu og líkamlegu ofbeldi hans.

Saksóknari fór fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Gjert og fjögur hundruð þúsund norskum krónum í bætur eða rúmar fimm milljónir íslenskra króna. Gjert neitaði sök í málinu.

Ingebrigtsen-bræðurnir þrír hafa allir gert það gott í hlaupaheiminum síðustu ár en Jakob er Ólympíumeistari í 5000 m hlaupi.

Jakob Ingebrigtsen.
Jakob Ingebrigtsen. AFP/Lise Aserud
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert