Græðir 12 milljónir fyrir hvert heimsmet

Svíinn Armand Duplantis er sniðugur.
Svíinn Armand Duplantis er sniðugur. AFP/Pedro Pardo

Svíinn Armand Duplantis, heimsmethafi í stangarstökki, græðir 100 þúsund Bandaríkjadala eða yfir 12 milljónir íslenskra króna fyrir hvert heimsmet sem hann bætir. 

Duplantis hefur margoft bætt heimsmetið á undanförnum árum en hann á sér engan keppinaut um þessar mundir. 

Duplantis hækkar þó stökk sitt um einn sentímetra í hvert skipti, frekar en fimm eða fleiri. 

Ástæðan fyrir því er að með hverju heimsmeti fær Duplantis yfir 12 milljónir króna frá mótshöldurum. 

Duplantis hefur bætt heimsmetið tólf sinnum frá árinu 2020 og hefur á þeim tíma grætt 1,2 milljónir Bandaríkjadala eða rúmar 150 milljónir íslenskra króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert