Klósettferð var nauðsynleg

Jannik Sinner og Carlos Alcaraz.
Jannik Sinner og Carlos Alcaraz. AFP/Thibaud Moritz

Spænski tennisleikarinn Carlos Alcaraz bar sigur úr býtum á Opna franska meistaramótinu með 3:2-sigri gegn Ítalanum Jannik Sinner í úrslitaleik.

Leikurinn stóð yfir í fimm og hálfa klukkustund sem liðu ótrúlega hratt, slík voru gæðin og spennan.

Leikurinn er lengsti úrslitaleikur í sögu Opna franska mótsins, en þrisvar þurfti upphækkun til að skera úr um sigurvegara.

Bakvörður gat varla slitið sig frá sjónvarpinu þó að klósettferð væri nauðsynleg. Það var dáleiðandi að fylgjast með baráttu þessara tveggja tennisleikara.

Eftir úrslitaleikinn á Opna franska er nokkuð ljóst að tennis er í góðum höndum með Alcaraz og Sinner fremsta í flokki. Spennandi verður að fylgjast með harðri samkeppni þeirra á næstu árum.

Bakvörður er að minnsta kosti farinn að hlakka mikið til Wimbledon-mótsins sem hefst nú í lok mánaðarins.

Það væri ekki amalegt að fá annan úrslitaleik á milli Alcaraz og Sinner.

Bakvörð Hafliða má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert