Ísland tapaði í Ungverjalandi

Hafsteinn Már Sigurðsson var stigahæstur hjá íslenska liðinu.
Hafsteinn Már Sigurðsson var stigahæstur hjá íslenska liðinu. mbl.is/Birta Margrét

Íslenska karlalandsliðið í blaki mátti þola tap fyrir Ungverjalandi, 3:0, í silfurdeild Evrópudeildarinnar í Kecskemét í Ungverjalandi í dag.

Ísland hefur þar með tapað öllum fimm leikjum sínum í deildinni til þessa.

Í dag vann Ungverjaland fyrstu hrinu auðveldlega 25:11 og aðra hrinu sömuleiðis örugglega, 25:14.

Íslenska liðið beit vel frá sér í þriðju hrinu en Ungverjar unnu hana að lokum 25:20 og leikinn um leið.

Hafsteinn Már Sigurðsson var stigahæstur hjá Íslandi með sjö stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert