Sá besti gefur út lag með Bocelli

Jannik Sinner og Andrea Bocelli.
Jannik Sinner og Andrea Bocelli. Ljósmynd/Skjáskot

Ítalski tennisleikarinn Jannik Sinner hefur óvænt gefið út lag með ítalska tenórnum Andrea Bocelli.

Lagið ber heitið Polvere e Gloria á ítölsku sem þýðir ryk og dýrð en lagið er á bæði ítölsku og ensku.

„Ég er afar ánægður og stoltur að vera hluti af þessu verkefni með Andrea, sem í 30 ár hefur verið einstök og frábær rödd, fánaberi fyrir land okkar í hinum stóra heimi,“ sagði Sinner, sem er efstur á heimslista karla í tennis.

Hægt er að sjá tónlistarmyndbandið hér fyrir neðan.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert